Aðalfundi lokið.

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Aðalfundur félagsins fór fram fimmtudaginn 7. apríl að viðstöddu fjölmenni. Fundurinn gekk vel og gaman að heyra yfirlit yfir það mikla sjálboðaliðastarf sem unnið var á síðasta ári enda mikil starfsemi sem fram fer í þessu sjötta stærsta ungmennafélagi landsins.  Eymundur Sigurðsson ritari og Anna Sigurðardóttir hættu í aðalstjórn og var þeim þökkuð góð störf síðustu ár.  Í stað þeirra komu í stjórnina þær Anna Fríða Magnúsdóttir og Kristrún Kristjánsdóttir og bjóðum við þær velkomna í aðalstjórn félagsins. Einar Grétarsson er nú aðalmaður í stjórninni í stað þess að vera varamaður áður. Formaður er sem áður Dagný Kristinsdóttir. 
Á fundinum voru heiðursmerki félagsins afhent.
Bronsmerki félagsins fengu:
Jóhannes Jónsson, Sigrún Þ. Geirsdóttir, Þorvaldur Einarsson, Guðfinna Ármannsdóttir, Óli Valur Steindórsson, Gunnar Ingi Gunnarsson og Einar Grétarsson.
Silfurmerki félagsins fengu:
Inga Lilja Lárusdóttir, Hlynur Þrastarsson og Ásgeir Sveinsson.
Gullmerki félagsins fékk:
Bóel Kristjánsdóttir.
Auk þess voru farandbikarar félagsins veittir fyrir starf á síðasta ári á fundinum.
Gunillubikar fékk Erna Sóley Gunnarsdóttir frjálsíþróttakona, Vinnuþjarkur Aftureldingar var að þessu sinni Ásgeir Sveinsson handboltadeild, Starfsbikar UMFÍ fékk Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar og Hópbikar UMSK fékk deildar- og bikarmeistarar meistaraflokks kvenna í blaki.
Að lokum fékk leikmaður mfl. kvenna í knattspyrnu Sigríður Birgisdóttir skjöld frá stjórn knattspyrnudeildar fyrir að hafa náð því markmiði að leika 100 knattspyrnuleiki fyrir meistaraflokk kvenna í efstu deild. 
ij