Badmintondeild Aftureldingar auglýsir eftir þjálfara

Ungmennafélagið Afturelding Badminton

Badmintondeild Aftureldingar auglýsir stöðu yfirþjálfara lausa til umsóknar. Við leitum að metnaðarfullum þjálfara sem er tilbúinn að byggja upp og leiða faglegt starf og þjálfun iðkenda. Meðal hlutverka yfirþjálfara er að leggja upp skýr markmið á hverju tímabili, bæði fyrir iðkendur og þjálfara og koma að þjálfun flokka deildarinnar.

Skilyrði er að þjálfari hafi reynslu af íþróttinni, hafi til að bera góða hæfni í samskiptum og eigi auðvelt með að vinna með börnum. Kostur ef hann hefur áður komið að þjálfun.

Alla upplýsingar veitir Haukur Örn Harðarson í síma 891-6733 og á netfanginu badminton@afturelding.is

Umsóknir skulu sendar á badminton@afturelding.is eigi síðar en 23. desember næstkomandi.