Anton og Axel valdir í A-landsliðið

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Erik Hamren landsliðsþjálfari hefur tilkynnt hópinn fyrir janúarverkefnið, vináttulandsleiki í Katar. Leikið verður gegn Svíþjóð 11. janúar og gegn Kúveit 15. janúar.

Afar ánægjulegt er fyrir Aftureldingu að sjá nöfn þeirra Antons Ara Einarssonar og Axels Óskars Andréssonar í hópnum en báðir ólust upp hjá félaginu. Þetta er í fyrsta sinn sem Axel er valinn í A-landsliðshópinn. Hann er á mála hjá enska B-deildarliðinu Reading. Anton Ari er einn af bestu markvörðum landsins. Hann hefur leikið með Íslandsmeistaraliði Vals undanfarin tímabil en ólst upp hjá Aftureldingu og á að baki 29 leiki í deild og bikar með Aftureldingu.

Er þetta vitnisburður um það öfluga starf sem unnið er í knattspyrnudeild Aftureldingar. Afturelding óskar Antoni og Axel til hamingju með landsliðssætið!