Uppskeruhátíð Aftureldingar – Íþróttafólk Aftureldingar valið 27. desember

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Þann 27.  desember næstkomandi fer fram uppskeruhátíð Aftureldingar fyrir árið 2018 í Hlégarði. Þetta er einn af stóru viðburðum ársins hjá félaginu en á hófinu verða veittar viðurkenningar fyrir íþróttamann ársins 2018 ásamt fleirir verðlaunum. Má þar nefna vinnuþjark félagsins, starfsbikar UMFÍ og hópbikar UMSK

Uppskeruhátíðin hefst kl. 18:00 í Hlégarði. Léttar veitingar verða á boðstólnum, tónlistaratriði og mikla gleði.
Við hvetjum alla iðkendur, foreldra, þjálfara og aðra Mosfellinga til að koma og gleðjast með íþróttafólkinu okkar.

Þau Thelma Dögg Grétarsdóttir úr blakdeild Aftureldingar og Guðmundur Ágúst Thoroddsen úr frjálsíþróttadeild Aftureldingar voru valin íþróttakona og íþróttakarl Aftureldingar fyrir árið 2017

Þær konur sem eru tilnefndar til íþróttakonu Aftureldingar eru:
Velina Apostolova – Blakdeild 🏐
Helena Einarsdóttir – Fimleikadeild 🤸‍♀️
Gunnhildur Gígja Ingvadóttir – Frjálsíþróttadeild🏃‍♀️
Þóra María Sigurjónsdóttir – Handknattleiksdeild🤾‍♀️
Oddný Þórarinsdóttir – Karatedeild 🥋
Hafrún Rakel Halldórsdóttir – Knattspyrnudeild ⚽️
Birta Rún Smáradóttir – Sunddeild 🏊‍♀️
María Guðrún Sveinbjörnsdóttir – Taekwondo 🥋

Til íþróttamanns Aftureldingar eru tilnefndir: 
Radoslaw Rybak – Blakdeild 🏐
Guðjón Magnússon – Fimleikadeild 🤸‍♂️
Guðmundur Ágúst Thoroddsen – Frjálsíþróttadeild 🏃‍♂️
Elvar Ásgeirsson – Handknattleiksdeild 🤾‍♂️
Stefán Erlingsson – Hjóladeild 🚴‍♂️
Þórður Jökull Henryson – Karatedeild🥋
Andri Freyr Jónasson – Knattspyrnudeild⚽️
Sigurður Þráinn Sigurðsson – Sunddeild 🏊‍♂️
Wiktor Sobczynsky – Taekwondodeild 🥋

Áfram Afturelding 🏆