Badmintondeild Aftureldingar með silfur í Deildakeppni BSÍ 2020

Badmintondeild Aftureldingar Badminton

Núna um síðustu helgi fór fram Deildakeppni Badmintonsambands Íslands en það var TBR sem hýsti viðburðinn. Um er að ræða Íslandsmeistarakeppni félagsliða í badminton. Afturelding stillti upp tveimur sameiginlegum liðum með Hamri í Hveragerði. Annað liðið tók þátt í A-deild keppninnar en hitt liðið tók þátt í B-deild. Bæði lið stóðu sig með ágætum en B-liðið endaði í 4. sæti meðan A-liðið endaði í 2. sæti.

Sameiginlegt lið UMFA og Hamars í A-deild

Aftari röð frá vinstri: Egill Sigurðsson, Sigurjón Jóhannsson, Þórhallur Einisson, Andrés Ásgeir Andrésson, Árni Magnússon og Þorvaldur Einarsson

Fremri röð frá vinstri: Margrét Dís Stefánsdóttir, Bjarndís Helga Blöndal, Harpa Gísladóttir og Hrund Guðmundsdóttir

 

Sameiginlegt lið UMFA og Hamars í B-deild

Aftari röð frá vinstri: Arnar Freyr Bjarnason, Egill Magnússon, Haraldur Örn Björnsson, Hákon Fannar Briem, Ólafur Dór Steindórsson, Guðmundur Ingi Kjerúlf og Sveinbjörn Pétur Guðmundsson

Fremri röð frá vinstri: Kattie Nielsen, Sunna Brá Stefánsdóttir og Margrét Guangbing Hu