Meistaramót TBR 2020

Badmintondeild Aftureldingar Badminton

Meistaramót TBR 2020 fór fram helgina 11.- 1.2 janúar s.l. Afturelding var með 8 fulltrúa í keppninni sem kepptu í A og B flokki. Mótið var hið skemmtilegasta og endaði þannig að Aftureldingarfólkið Stefán Alfreð Stefánsson, Svanfríður Oddgeirsdóttir og Sunna Karen Ingvarsdóttir unnu öll til verðlauna.

Stefán vann tvöfalt en hann keppti með Hauki Þórðarsyni úr Badmintonfélagi Hafnarfjarðar og unnu þeir til gullverðlauna í tvíliðaleik karla í B-flokki. Stefán og Svanfríður unnu svo til gullverðlauna í tvenndarleik í B-flokki og Svanfríður og Sunna Karen unnu til gullverðlauna í sameinuðum A og B flokki í tvíliðaleik kvenna. Við óskum þeim öllum hjartanlega til hamingju með árangurinn.