Meistaramót UMFA í Badminton

Badmintondeild Aftureldingar Badminton

Helgina 23 og 24 Október hélt badmintondeild Aftureldingar sitt fyrsta meistaramót í badminton. Engu var til sparað og fékk deildin lánaðar badmintonmottur og súlur frá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar til að gera umgjörð mótsins eins og best getur orðið. Meistaramót UMFA gefur stig á fullorðinsmótaröð Badmintonsambands Íslands og því komu í Mosfellsbæinn flestir af bestu spilurum landsins og úr varð stórgott og skemmtilegt mót.

69 Keppendur skráðu sig til leiks og voru leiknir samtals 100 leikir í öllum greinum í 3 deildum. Afturelding átti sína fulltrúa í 1. deild og 2. deild sem gerðu gott mót og skiluðu inn mörgum verðlaunum. Af öllu öðrum ólöstuðum átti Sunna Karen Ingvarsdóttir framúrskarandi helgi fyrir hönd Aftureldingar en hún vann þrefalt í 2.deild, í einliða- tvíliða- og tvenndarleik. Sunna var ekki sú eina á mótinu sem vann þrefalt en Sigríður Árnadóttir frá TBR vann þrefalt í úrvalsdeild og óskar badmintondeild Aftureldingar þeim til hamingju með frábæran árangur.

Einnig má geta þess að í tvenndarleik í 2.deild voru tvö pör frá Aftureldingu í úrslitum en það voru Arnar Freyr Bjarnason og Sunna Karen Ingvarsdóttir sem léku til úrslita gegn systkynunum Alexander Stefánssyni og Margréti Dís Stefánsdóttur. Til að gera leikinn enn skemmtilegri var Egill Þór Magnússon frá Aftureldingu fenginn til að dæma leikinn sem endaði með að Arnar Freyr og Sunna Karen unnu.

Alexander Stefánsson gerði einnig vel og vann tvöfalt í 2. deild. Hann vann í einliðaleik og tvíliðaleik en þar lék hann með Agli Þór Magnússyni.

 

Leikjaniðurröðun og úrslit má sjá inn á slóðinni:

https://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament?id=9E32F78E-1393-4EC7-AE3B-6172AF7B5FBE

Bein útsending var frá mótinu báða dagana á youtube.com en þar má enn sjá leiki á velli 3 báða dagana:

Laugardagur: https://www.youtube.com/watch?v=fW3nMUmWXOM

Sunnudagur: https://www.youtube.com/watch?v=2sT-OArIsJA

 

Keppendur Aftureldingar

 

 

Hressir krakkar úr barna- og unglingastarfinu sem voru að hjálpa til við að telja á mótinu.

Barion gaf sjálfboðaliðum gjafakort.

 

Aðrar myndir eru á facebook síður deildarinnar:

 

https://www.facebook.com/AftureldingBadminton