Útiæfing hjá badmintondeildinni.

Badmintondeild Aftureldingar Badminton

Þeir deyja ekki ráðalausir þjálfararnir hjá badmintondeildinni. Í vikunni sem leið féllu niður tímar hjá deildinni vegna leikja í öðrum deildum en einnig vegna Þorrablóts félagsins. Þá var brugðið á það ráð að halda útiæfingu. Farið var í brekkuklifur, folf, kollhnísa, hopp, reipitog og höfrungahlaup. Góð hreyfing í góðra vina hópi í Ullarnesbrekkunni og svæðinu þar í kring. Hrós á Adda þjálfara og krakkana sem mættu á þessa skemmtilegu æfingu.