Umsóknarfrestur í Minningarsjóð til 20. febrúar

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Afturelding heldur utan um Minningarsjóð Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur. Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi yngri flokka, styrkja efnaminni leikmenn til þátttöku og veita leikmönnum yngri flokka Ungmennafélagsins Aftureldingar ferðastyrk til keppnisferða eða þjálfunarferða.

Tekið er við umsóknum í sjóðinn allt árið. Úthlutað er úr sjóðnum í mars og október á ári hverju. Nú líður að fyrri úthlutun ársins 2020 og viljum við beina þeim sem vilja sækja um í sjóðinn að umsóknarfrestur er til 20. febrúar næstkomandi.

Skila skal inn rafrænni umsókn og má sjá allar nánari upplýsingar um sjóðinn hér.

Allar nánari upplýsingar um sjóðinn veitir framkvæmdastjóri Aftureldingar, Jón Júlíus Karlsson í síma 616-0098 eða með tölvupósti; umfa@afturelding.is