Talsverðar mannabreytingar hafa orðið hjá kvennaliðinu, Guðrún Sveinsdóttir og Kristina Apostolova spila ekki lengur með úrvalsdeildinni. Í stað þeirra hafa komið sterkir leikmenn, Alda Ólína Arnarsdóttir frá Holte DK (áður KA), Eva Sigurðardóttir frá Sviss (áður KA), Fjóla Rut Svavarsdóttir Þrótti R og Karen Björg Gunnarsdóttir frá HK.