Góður árangur í sundi

Sunddeild Aftureldingar Sund

Núna um helgina fara fram æfingabúðir unglingahóps SSÍ í Hveragerði. Æfingabúðirnar eru ætlaðar sundmönnum fæddum 1999-2001 sem náð hafa góðum árangri í greininni og uppfyllt skilyrði Alþjóða sundsambandsins FINA um stigafjölda í keppni. Frá Aftureldingu fer einn iðkandi í búðirnar en það er Bjartur Þórhallsson. Sunddeildin óskar honum góðs gengis um helgina.