HK snéri við blaðinu í næstu hrinu og jafnaði leikinn með því að vinna hrinuna 25 -17. Þriðja hrinan var æsispennandi og hafði HK undirtökin framan af en Afturelding sýndi mikla seiglu og vann hrinuna 25 – 23. Í fjórðu hrinu var byrjaði HK betur og komst í 5-1 en Afturelding náði að jafna í stöðunni 5-5 og vann hrinuna að lokum nokkuð örugglega 25-17. Stigahæstar í liði Aftureldingar voru Auður Anna Jónsdóttir með 18 stig og Velina Apostolova með 13 stig. Hjá HK var Elsa Sæný Valgeirsdóttir með 22 stig og Þórey Haraldsdóttir með 11 stig.
Afturelding er þar með komin með forystu í undanúrslitunum en það lið sem fyrr vinnur 2 leiki spilar til úrslita um Íslandsmeistarartitilinn. Næsti leikur verður leikinn á miðvikudagskvöldið kl. 19:30 í Fagralundi.