Æfingar yngri flokka hjá Blakdeild Aftureldingar hefjast samkvæmt æfingatöflu 29. ágúst.
Frítt að koma og prófa til 15. september.
2., 3., 4. og 5. flokkur æfa að Varmá en 6.-7. flokkur æfa í Lágafelli. Piotr Kempisty þjálfar áfram hjá deildinni eins og undanfarin ár. Í vetur sér hann um þjálfun meistaraflokks karla, 2. flokks karla og 4. og 5. flokks. Tveir nýjir þjálfarar koma einnig til starfa hjá deildinni í vetur.
Piotr Poskrobko tekur við kvennaliði félagsins ásamt því að þjálfa leikmenn í 2. og 3.flokki stúlkna. Piotr Poskrobko hefur þjálfað í efstu deild Póllands að mestu sem aðstoðarþjálfari hjá liðum eins og AZS Olsztyn og Trefl Gdansk. Þá spilaði hann lengi með sömu liðum en tímabilið 1990/1991 og 1991/1992 varð hann bæði pólskur meistari og bikarmeistari með AZS Olsztyn
Aleksandra Agata þjálfar yngstu krakkana, 6.-7. flokk. Hún er leikmaður meistaraflokks Aftureldingar í blaki og stundar nám í íþróttafræði í Háskólanum í Reykjavík.