Blakæfingar yngri flokka hefjast 29. ágúst – frítt að prófa til 15. sept

Blakdeild Aftureldingar Blak

 

Æfingar yngri flokka hjá Blakdeild Aftureldingar hefjast samkvæmt æfingatöflu 29. ágúst.

Frítt að koma og prófa til 15. september.

2., 3., 4. og 5. flokkur æfa að Varmá en 6.-7. flokkur æfa í Lágafelli. Piotr Kempisty þjálfar áfram hjá deildinni eins og undanfarin ár. Í vetur sér hann um þjálfun meistaraflokks karla, 2. flokks karla og 4. og 5. flokks. Tveir nýjir þjálfarar koma einnig til starfa hjá deildinni í vetur.

Piotr Poskrobko tekur við kvennaliði félagsins ásamt því að þjálfa leikmenn í 2. og 3.flokki stúlkna. Piotr Poskrobko hefur þjálfað í efstu deild Póllands að mestu sem aðstoðarþjálfari hjá liðum eins og AZS Olsztyn og Trefl Gdansk. Þá spilaði hann lengi með sömu liðum en tímabilið 1990/1991 og 1991/1992 varð hann bæði pólskur meistari og bikarmeistari með AZS Olsztyn

Aleksandra Agata þjálfar yngstu krakkana, 6.-7. flokk. Hún er leikmaður meistaraflokks Aftureldingar í blaki og stundar nám í íþróttafræði í Háskólanum í Reykjavík.