Daníela Grétarsdóttir og Valdís Unnur Einarsdóttir eru báðar uppaldar í Blakdeild Aftureldingar og hafa spilaðu upp alla yngri flokkanna auk þess að hafa verið í U16 og U17 ára landsliðum Íslands. Valdís varð Íslandsmeistari með liðsfélgögum sínum í 3.flokki í vor eftir glæsilegt mót. Þessar ugnu og efnilegu stúlkur hafa nú skrifað undir samning við blakdeildina og munu taka þátt í starfi meistaraflokkanna auk þess að spila með unglingaliðum okkar en þær eru báðar í 2.flokki.
