Íslandsmeistarar í 5.d kvk

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Einn af mikilvægum þáttum í yngri flokka starfi Blakdeildar Aftureldingar er þátttaka unglingaliðanna okkar í neðri deildum Íslandsmóti fullorðinna. Kvennamegin eru 6 deildir og í hverri deild frá 2.deild og niður eru 12 lið fyrir utan neðstu tvær sem telja 10 lið hvor deild. Afturelding Ungar eins og liðið okkar hét spilaði í 5.deildinni í vetur.  Um helgina fóru fram úrslitin í öllum neðri deildum og var spilað á Siglufirði, Dalvík og Akureyri í 2-6 deild kvk. og á Ísafirði og Laugarvatni í 2. og 3.d kk.  Afturelding Ungar gerðu sér lítið fyrir og unnu 5.deildina og því spila ungu stúlkurnar okkar í 4.deildinni á næstu leiktíð. Markmið þátttökunnar er ekki endilega að vinna, heldur að gefa unga fólkinu okkar tækifæri á að þroskast á blakvellinum og öðlast dýrmæta reynslu.  Afturelding Bombur tóku þátt í sínu fyrsta Íslandsmóti og náðu silfri og færast því upp í 5.deild og Afturelding X fékk bronsið í 3.d og fara því í 2.deild á næstu leiktíð. Alls voru 6 lið á vegum Aftureldingar sem spiluðu í Íslandsmóti neðri deilda  í vetur og fóru 3 af þeim upp um deild og komu með verðlaun heim. Glæsilegur árangur.