Íslandsmeistarar í strandblaki kvenna 2018

Blakdeild Aftureldingar Blak

Velina Apostolova og Perla Ingólfsdóttir leikmenn blakdeildar Aftureldingar urðu Íslandsmeistarar í strandblaki kvenna 2018. Mótið fór fram á Akureyri í frábæru veðri helgina 10. – 12. ágúst. Spilað var í þremur kvennadeildum og einni kraladeild.

Við óskum þeim stöllum innilega til hamingju með  frábært mót og Íslandsmeistaratitilinn. Auk þess varð Perla stigameistari kvenna eftir mót sumarsins. Frábær árangur hjá okkar flottu blökurum.