Ársþing Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) fór fram í gær í Kórnum í Kópavogi en fjölmörg ungmenna- og íþróttafélög í Kópavogi, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Kjós heyra undir sambandið.
Á ársþinginu fór meðal annars fram afhending viðurkenninga til íþróttafólks innan félagsins sem þykir hafa skarað fram úr á liðnu ári. Kvennalið Aftureldingar í blaki hlaut þann heiður að vera útnefnt lið ársins 2016 af UMSK og fékk þar með afhentan UMFÍ-bikarinn fyrir frábæran árangur á síðasta ári en liðið varð eins og kunnugt er deildar-, bikar- og Íslandsmeistari árið 2016.
Blakið átti fleiri fulltrúa sem hlutu viðurkenningar en Karl Sigurðsson (HK), fékk silfurmerki UMSK afhent á þinginu í gær.