Öruggur sigur Aftureldingar á HK í Mikasadeild kvenna

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Jafnt var á öllum tölum í fyrstu hrinu en Afturelding náði að sigra með 25 stigum gegn 23 stigum HK. Í annari hrinu byrjaði Afturelding betur og komst í 7-1 og vann hrinuna 25-20. Jafnt var á fyrstu tölum í hrinu 3 en í stöðunni 6-6 tók Afturelding völdin og vann hrinuna örugglega 25-10 og leikinn 3-0. Með þessum sigri höfðu liðin sætaskipti og Afturelding náði 2. sætinu af HK og tryggði sér heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni. Úrslitakeppnin hefst á mánudaginn 11. mars og þá mætast þessi lið að nýju. Það lið sem vinnur tvo leiki mun spila til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn.
Stigahæstar í liði Aftureldingar í kvöld voru Auður Anna Jónsdóttir með 14 stig og Miglena Apostololva með 10 stig. Í liði HK voru stigahæstar Elsa sæný Valgeirsdóttir með 11 stig og Karen Björg Gunnarsdóttir með 6 stig.  sem hefst næstkomandi mánudag