Aftureldingarstúlkan og Mosfellingurinn Thelma Dögg Grétarsdóttir var útnefnd í gær sem Blakkona ársins hjá Blaksambandi Íslands og er það annað árið í röð sem hún hlýtur þessa útnefningu. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í höfuðstöðvum ÍSÍ í dag. Samtímis var tilkynnt val á liði fyrri hluta Íslandsmótsins og á Afturelding besta frelsingjann í kvennaliðinu, Kristina Apostolova og besta dióinn í karlaliðinu sem er Radoslaw Rybak. Við óskum þeim innilega til hamingju.