Valdís Unnur Einarsdóttir og Sigvaldi Örn Óskarsson úr Blakdeild Aftureldingar spiluðu með U-17 landsliðum Íslands í blaki nú í vikunni. Liðin tóku þátt í NEVZA U17 sem er Norðurlandamót 2019 og var haldið í Ikast í Danmörku. Strákarnir lentu í 4 sæti á mótinu og stelpurnar í 5. sæti. Þjálfarar U17 landsliðs kvenna eru Borja Vicente þjálfari mfl kvk hjá Aftureldingu og Thelma Dögg Grétarsdóttir leikmaður mfl kvk. Afturelding óskar þeim til hamingju með landsliðssætin og árangurinn á mótinu.