Afturelding var að eignast landsliðsmenn !

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Fimleikasambandið heldur alltaf fyrir hvert Evrópumót úrtökuæfingar til þess að velja í landslið. Það er erfitt að komast inn á slíkar æfingar og en þá erfiðara að komast inn í landsliðshóp. Kröfurnar eru háar og frammistaðan þarf að vera góð.

Fimleikasambandið var með slíka æfingu þann 7. maí síðast liðinn og þá voru 4 drengir frá Aftureldingu sem uppfylltu þessar kröfur.

Allir 4 drengirnir komust inn í landsliðshópinn og stefna nú að því að keppa á Evrópumótinu núna í haust.

Þetta er ótrúlegt afrek hjá þessum flottu drengjum sem æfa eins og vélmenni.

Líka gaman að segja frá því að þeir eru eins ungir og leyfilegt er í svona verkefni.

Þið sjáið nöfn þeirra hérna að neðan og félagið sem við erum stollt að sjá.

Nöfn drengjanna í sömu röð og á myndinn (myndin tekin á úrtökuæfingunni):

Ármann Sigurhólm Larsen, Axel Björgvinsson, Sverrir Björgvinsson, Guðjón Magnússon.