Gunnar áfram í Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Gunnar Malmquist hefur samið við Aftureldingu til næstu þriggja ára. Sannarlega ánægjulegt að hafa gengið frá samningum við Gunnar þar sem hann er mikill félagsmaður og baráttujaxl. Gunnar hefur verið stór hluti af Aftureldingu síðan hann kom til félagsins og því mikið ánægjuefni að svo verði áfram.