Byrjum á morgun !

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Góðan daginn stuðningsmenn Aftureldingar !

Við getum hafið starfið okkar á ný á morgun (miðvikudaginn 18.nóv).

Við þurfum samt að fylgja þeim reglum sem eru settar af Almannvörnum og þær eru fjöldatakmarkanir sem eru misjafnar eftir aldri krakkana. Við þurfum að skipta sumum hópum upp og passa upp á fjöldan í hópum og til þess að geta haft starfið eftir þeim reglum sem eru settar þá þurfum við að stytta æfingar hjá eldri iðkendum okkar. Við náum þó að halda í jafn margar æfingar á viku.

Engir foreldrar mega koma inn í salinn eða inn á ganginn hjá okkur. Við erum búin að setja inn í skipulagið okkar tíma sem verður nýttur í að ná í börnin og skila þeim aftur inn í andyrið.

Þetta eru þá nýju tímarnir og við vinnum eftir þessari stundaskrá næstu 2 vikurnar eða svo, 18.nóvember til 2.desember.