Fimleikafólk Aftureldingar 2018

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Fimleikadeild tilnefndi Guðjón Magnússon og Helenu Einarsdóttur til íþróttamanns Aftureldingar.

Við óskum þeim innilega til hamingju með titilinn fimleikakona og fimleikamaður Aftureldingar 2018.

Helena Einarsdóttir er ótrúlega dugleg og samviskusöm fimleika stúlka. Hún hefur æft fimleika hjá Aftureldingu síðan árið 2008 eða frá því hún var rúmlega þriggja ára gömul. Hún leggur sig mikið fram og sýnir mikinn metnað bæði á æfingum og utan æfinga. Helena er ótrúlega flott fyrirmynd fyrir alla yngri fimleikaiðkendur Aftureldingar sem hún aðstoðar líka á þeirra æfingum.

Guðjón Magnússon hefur æft fimleika hjá Aftureldingu í nokkur ár og tekið miklum framförum á árinu. Hann er duglegur og samviskusamur ungur drengur sem leggur hart að sér á öllum æfingum. Það er mikill fengur fyrir fimleikadeildina að eiga svona frábæra stráka en markmiðið er að efla og stækka drengjahópinn í félaginu. Ákaflega efnilegur íþróttamaður þarna á ferð!

Við erum virkilega stolta af þeim og þau vel að þessu komin. Innilega til hamingju!