Fimleikakrakkar á vormóti á Egilsstöðum

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Þar sem hópurinn kom degi áður en keppnin var nægilegur tími til að skoða Egilsstaði og umhverfi, grilla í frábæru veðri, fara í sund, njóta lífsins og kynnast hvort öðru betur.  Á laugardeginum kepptu bæði stelpna- og strákahópurinn ásamt 500 öðrum fimleikakrökkum víðsvegar af landinu.  Þau stóðu sig öll mjög vel og  gaman að sjá hvað hópunum hefur farið fram í vetur.
Svona ferð er mjög hvetjandi fyrir börnin og alla sem að henni koma.  Fimleikadeildin vill nota tækifærið og þakka öllum sem studdu krakkana með kaupum á vörum og þökkum Subway sérstaklega fyrir þeirra stuðning.