Örn Ingi Bjarkason í Aftureldingu.

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Um helgina skrifaði Örn Ingi Bjarkason hinn frábæri handboltamaður undir tveggja ára samning við Aftureldingu.
Örn Ingi hefur spilað með FH undanfarin 4 ár en snýr nú aftur í sitt uppeldisfélag og er það mjög mikill styrkur fyrir handboltann í Mosfellsbæ.
Örn Ingi var um helgina  valinn í lið ársins í N1 deild karla sem besti miðjumaður, auk þess sem hann var tilnefndur sem besti sóknarmaður N1 deildarinnar.
Hér er á ferðinni einn besti leikmaðurinn í islenska boltanum, auk þess sem hann er mikill leiðtogi innan vallar sem utan.
Handknattleiksdeild Aftureldingar býður Örn Inga hjartanlega velkominn heim .

Reynir Þór Reynisson hinn snjalli þjálfari hefur skrifað undir nýjan samning um að þjálfa Aftureldingu næsta tímabil.
Reynir tók við liðinu í október af Gunnari Andréssyni og undir hans stjórn tók liðið miklum framförum og verður gaman að fylgjast með áframhaldinu næsta vetur.

Unnið er að því þessa dagana að framlengja samninga við alla leikmenn sem voru í Aftureldingu síðasta vetur fyrir utan að bretarnir eru farnir heim  að spila á OL í London auk þess sem það er spurning um hvort Hafþór Einarsoon leggur skóna á hilluna.
Auk þess er unnið að því að fá tvo öfluga leikmenn til viðbótar við þann flotta hóp sem er fyrir hjá félaginu og það er ljóst að það verður  rífandi handboltastemning í Mosfellsbæ næsta vetur.