Frábær árangur á Haustmóti í Stökkfimi og Teamgym

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Fimleikadeild Aftureldingar sendi 7 lið á Haustmót í Stökkfimi og 3 lið á Haustmót í Teamgym, liðin stóðu sig öll ótrúlega vel og viljum við óska þeim innilega til hamingju með árangurinn og þeirra þjálfurum.

Á Haustmóti í stökkfimi stóðu öll liðin sig ótrúlega vel, margir að stíga sín fyrstu skref á móti og aðrir að safna í reynslubankann.

Á Haustmóti í Teamgym tóku þátt 3.flokkur, 4.flokkur og 2.flokkur,  4.flokkur A náði þar glæsilegum árangri þar sem þau lentu í 6.sæti af 26 liðum í einum stærsta flokknum.