3. Bikarmót og 3. Grand prix mót Karatesambands Íslands

Karatedeild Aftureldingar Karate

Um helgina fóru fram 3. bikarmót og 3. grand prix mót Karatesambands Íslands. Keppendur frá Aftureldingu tóku þátt og komust öll á pall í báðum mótum. Mótin voru liður í lokaundirbúningi Oddnýjar og Þórðar sem keppa á Norðurlandameistaramótinu um næstu helgi í Finnlandi, en þau sigruðu bæði sína flokka á mótinu.