Glæsilegur árangur á keppnistímabili 2019 – fimleikadeild

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

 

Bikarmótið í hópfimleikum var haldið í janúar og febrúar í tveimur hlutum, okkar lið stóðu sig mjög vel. Drengjaliðið stóð uppúr á dýnu og nældi sér í silfrið. 2.flokks stúlkur tóku einnig silfrið, þær stóðu uppúr í gólfæfingum með hæstu einkunn. Þær voru aðeins 0.05 stigum frá fyrsta sæti á dýnu. 4.flokkur, lið 1 lenti í 6.sæti sem er virkilega góður árangur. 3.flokks stúlkur stóðu sig einnig vel og fengu sína hæstu einkunn í dansi.

Vinamót nettó Selfossi

Við fórum á vinamót nettó á Selfossi með 4.flokks lið 2 og tvö 5.flokks lið, 4. Flokkur lið 2 voru með hæstu einkunn í sínum flokki og fengu verðlaun fyrir góðan árangur í trampólínstökkum. 5.flokks stúlkur stóðu sig einnig með mikilli prýði. Bæði 5.flokks liðin fengu verðlaun fyrir góðan árangur í dýnustökkum.

 

Íslandsmót unglinga

Íslandsmótið í Hópfimleikum fór fram í 2 hlutum í apríl og maí. Drengjaliðið okkar lenti í 2.sæti eins og á Bikarmóti en bættu sig um heil 5,8 stig og einnig í 1.sæti á gólfi. Þetta er rosaleg bæting, mikil framför hjá þessu flotta liði.

4.flokkur A lenti í 4.sæti sem er upp um 2 sæti frá Bikarmóti og bæting um 4,07 stig sem er einnig ótrúleg bæting, gríðarlega flott hjá þeim en þess má geta að þetta er einn fjölmennasti flokkurinn. Stúlkurnar í 2.flokk lentu í 3. Sæti með hæstu einkunn á dýnu og eru búnar að hækka erfiðleikan gríðarlega en þær hækkuðu sig um 0.9 stig frá seinasta móti.

3.flokks stúlkur lentu í 6.sæti með hæstu einkunn á gólfi en hækkuðu sig um 2,1 stig frá seinasta móti. Mikil hækkun var á einkunum þeirra bæði á gólfi og á dýnu.

 

Við erum ótrúlega stolt af okkar iðkendum og þjálfurum. Innilega til hamingju með frábært tímabil.