Krílatímar

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Athugið !! Breyttir tímar hjá Krílahópum 2-3 ára og 4-5 ára !

Vegna skipulaggningar á salarmálum hjá okkur þurftum við að gefa út að þessir hópar væru eftir hádegi sem verður ekki þannig í vetur. Villan mun koma þannig fram í Mosfellingi en það fór í prentun áður en breytingarnar áttu sér stað.

Við höfum fundið lausn á þessu og viljum við bjóða upp á Krílatímana fyrir hádegi.

Sunnudaga:

2-3 ára eru þá klukkan 10:00-11:00.

4-5 ára eru þá klukkan 11:00-12:00.

Tökum það fram að 5-6 ára hópurinn heldur sínum tíma klukkan 12:00-13:00.

Hlökkum til að sjá ykkur í salnum okkar.