Tímabilið klárað með stæl !

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Núna um helgina voru við með 4 lið á íslandsmóti unglinga sem er síðasta mótið á tímabilinu. Öll liðin fóru inn með mismunandi markmið og öll komu stollt út úr mótinu. Við viljum óska öllum liðinum okkar til hamingju með sýna flottu frammistöðu !

Strákarnir okkar sem eru núverandi Bikarmeistarar bættu við sig tveimur öðrum titlum um helgina. Þeir urður Íslandsmeistarar og Deildarmeistarar. Þessi sigur var tilfinningarríkur þar sem þeir áttu möguleika á þessum titli í yngri flokkunum rétt áður en Covid skall á og íslandsmótinu var aflýst. Þeir komu inn sterkir eftir Covid og sigruðu loksins en þá í unglingaflokki. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill sem Afturelding sigrar !!

Elstu stelpurnar okkar sem keppa í 2. flokki fóru inn á mótið með það markmið að keyra á ný stökk og þannig nýta mótið til reynslu fyrir komandi tímabil. Þetta gekk allt saman eftir og þær náðu öllum þeim markmiðum sem þær settu sér. Þær enduðu í 8. sæti og gengu sáttar út af mótinu. Það verður virkilega gaman að sjá þennan hóp takast á við næsta tímabil og fylgjast með bætingum.

Við erum með ungar og efnilega stelpur í 3. flokk hjá okkur sem eru það margar að hópnum var skipt upp í 2 lið. Annað liðið keppti í A deild og hitt í B deild. Þær fóru allar inn með grimm markmið og kláruðu allt með stæl. Stelpurnar í A deild enduðu í 9. sæti og stelpurnar í B deildinni tóku sigurinn í sínum flokki. Stelpurnar í B deildinni unnu samanlagt, dansinn og í 2. sæti á trampolíni og dýnu. Ekkert smá flott hjá þessum stelpum í 3. flokki. Uppgangurinn hefur verið gríðalegur hjá þessum stelpum í vetur og við getum ekki beðið eftir því að vinna með þeim næsta vetur.

Hérna eru svo myndir af mótinu:

Stelpurnar í 2. flokk og þjálfarar þeirra.

Stelpurnar í 2. flokk í pepp hring.

Stelpurnar í 2. flokk að keppa í dansi.

Landsliðsmaður að stökkva á trampolíni.

Drengirnir kynntir sem Íslandsmeistarar

Drengirnir með þjálfurum sínum.

Annað liðið í 3. flokki sigursælar á svip með þungar viðurkenningar um hálsinn.

Annað liðið í 3. flokk með þjálfara sínum.

Annað liðið í 3. flokk að hita upp í dansi.

 

Til hamingju með árangurinn Afturelding !!