Sumarönnin

Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar Frjálsar

Kæru iðkendur og forráðamenn,

Þá er vorönninni lokið hjá okkur í frjálsum og við vonum að iðkendur hafi notið þess að æfa með okkur á því tímabili sem er að líða. Okkur barst styrkur frá Krónunni í vetur sem við nýttum til áhaldakaupa og hafa iðkendur notið góðs af því seinni hluta vetrar. Æfingarnar hafa því verið fjölbreyttar, árangursríkar og ekki síst skemmtilegar.

Okkur hefur ekki tekist að finna þjálfara til að taka að sér sumarstarfið og/eða þjálfun og því getum við ekki boðið upp á æfingar né annað sumarstarf í frjálsum þetta sumarið.

Þau sem vilja halda áfram að æfa undir merkjum Aftureldingar geta skráð sig á sumarönn hjá okkur og æft með Fjölni en þau eru með æfingar á ÍR vellinum í Breiðholti. Afturelding mun þá greiða fyrir þjálfunina til Fjölnis með æfingagjöldunum.

Við leggjum nú allt kapp á að finna þjálfara fyrir næsta vetur svo frjálsíþróttastarfið geti blómstrað áfram hjá okkur. Við þiggjum alla hjálp í þeirri leit.

Þar sem ekkert (eins og núll) foreldri eða forráðamaður hefur mætt á stjórnarfundi s.l. tvö ár er nú ekki fullmannað í stjórn og óskum við eftir áhugasömum aðilum til að aðstoða okkur við að byggja upp frjálsíþróttastarfið að nýju hér í Mosfellsbæ. Við höfum frábæra aðstöðu og okkur langar til að hefja frjálsar til vegs og virðingar eins og þær eiga skilið.

Með sumarkveðju,

stjórnin