Vorsýning

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Vorsýning Fimleikadeildar Aftureldingar verður haldin fimmtudaginn 31. maí kl. 17:30. Ástæðan fyrir því að hún er ekki haldin um helgi er að húsið var upptekið allar helgar sem mögulegar eru. Endilega takið tímann frá. Á sýningunni verða sýndar þær æfingar sem börnin hafa verið að æfa í vetur og foreldrar geta fylgst með. Það er upplagt að taka afa og ömmu með. Munið að sýningin og veitingasalan er líka fjáröflun fyrir deildina. Allur ágóði sýningarinnar mun renna til áhaldakaupa í nýja fimleikahúsið sem rísa mun á næsta ári. Allir sem eru góðir í að baka og vilja baka fyrir sýninguna eða geta útvegað pizzur, gos eða brauð ódýrt eru beðnir um að gefa sig fram og senda póst á fimleikar@afturelding.is 🙂 Margar hendur vinna létt verk.