Ósigur í Kópavoginum

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Breiðablik byrjaði leikinn með látum og náði forystu með góðu skoti utan úr teig sem var óverjandi fyrir Kirstin í markinu. Aldís Mjöll Helgadóttir sem byrjaði leikinn í dag með fyrirliðabandið eftir langa fjarveru vegna meiðsla komst nálægt því að jafna en staðan 1-0 í hálfleik.

Í seinni hálfleik bætti heimaliðið við tveimur mörkum um miðjan hálfleikinn en okkar stelpur áttu sín færi, Lára Kristín átti gott skot sem var vel varið. En niðurstaðan 3-0 tap gegn sterku liði sem sumstaðar var spáð titlinum í sumar.

Á miðvikudaginn taka okkar stelpur svo á móti Fylki á Varmárvelli og þá má enginn láta sig vanta. Hverju taka John og Jón Páll uppá spyrja áhugamenn en þar mætast tveir ferskustu þjálfarar deildarinnar og þó víðar væri leitað !

Mynd: Kristín Tryggva skoraði gegn FH í síðasta leik.