Á föstudagskvöld léku Afturelding og Þróttur Reykjavík í Mizunodeild kvenna. Aftureldingarkonur mættu mjög ákveðnar til leiks og náðu fljótlega góðri forystu í fyrstu hrinu og unnu hana örugglega 25-8. Í annarri hrinu voru Þróttarar ákveðnari og komust i 3-0 og jafnt var á með liðunum uppað 10 stigum en þá fór Afturelding í gang og vann hrinuna örugglega 25-14. Í þriðju …
HK – Afturelding kvenna í Fagralundi
Kvennalið Aftureldingar mætir HK í Fagralundi, föstudaginn 24. febrúar kl. 19:30
Kvennalið Aftureldingar í blaki hlýtur UMFÍ-bikarinn
Ársþing Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) fór fram í gær í Kórnum í Kópavogi en fjölmörg ungmenna- og íþróttafélög í Kópavogi, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Kjós heyra undir sambandið. Á ársþinginu fór meðal annars fram afhending viðurkenninga til íþróttafólks innan félagsins sem þykir hafa skarað fram úr á liðnu ári. Kvennalið Aftureldingar í blaki hlaut þann heiður að vera útnefnt lið ársins …
2.fl pilta bikarmeistarar
Bikarkeppni BLÍ var haldin í Fagralundi í Kópavogi um helgina.
Styrktarsamningur við Íslandsbanka endurnýjaður
Blak- og handknattleiksdeild Aftureldingar hafa endurnýjað samninga sína við Íslandsbanka til næstu tveggja ára.
Blakdúkur prófaður að Varmá
Blakdúkur í eigu Blaksambands Íslands var prófaður í íþróttahúsinu að Varmá á laugardag þegar karla- og kvennalið félagsins léku leiki í Mizuno-deildinni. Dúkurinn var lagður í síðustu viku og prófaður í umræddum leikjum. Að sögn Guðrúnar Kristínar Einarsdóttur, formanns blakdeildar Aftureldingar, var mikil ánægja meðal leikmanna með dúkinn auk þess sem að lýsing í salnum batnaði verulega við að fá …
Opnunartími Sportbúðar Errea
Sportbúð Errea: Opnunartími 1.-23. desember kl. 10-18 alla virka daga Laugardaginn 10. des. kl. 11-14 Laugardaginn 17. des. kl. 11-14
Stórleikir á miðvikudag að Varmá
Á miðvikudaginn mætast Afturelding og HK í Mizuno deild kvenna, Afturelding situr í efsta sæti með fullt hús stiga eftir 5 leiki en HK er í þriðja sæti með 11 stig eftir 4 leiki.
Strax á eftir mætast Afturelding og Stjarnan í Mizunodeild karla, Stjarnan er í þriðja sæti með 12 stig eftir 6 leiki á meðan Afturelding er í fjórða sæti með 11 stig eftir 6 leiki.
Sigur á Ikast í gær.
Stelpurnar mæta heimaliðinu Randaberg kl 16:30 ísl tíma í dag. Live stream https://www.youtube.com/embed/nfshgj56BmE
Kvennaliðið spilar í Noregi um helgina.
Stelpurnar spila í Norður Evrópukeppni félagsliða um helgina. Þeirra riðill verður spilaður í Randaberg í Noregi.
Föstudagur kl 19:30 (18:30 ísl) við Ikast
Laugardagur kl 17:30 (16:30 ísl) við Randaberg
Sunnudagur kl 12 (11:00 ísl) við Amager.
leikirnir verða sýndir beint https://www.youtube.com/embed/nfshgj56BmE