1-0 í undanúrslitaeinvíginu

Blakdeild Aftureldingar Blak

Afturelding með öruggan sigur á Stjörnunni í fyrsta leik í undanúrslitum Mizundeildar kvenna í blaki!
Í kvöld hófst úrslitakeppnin í blaki kvenna og léku Afturelding og Stjarnan að Varmá. Afturelding byrjaði leikinn mjög vel og komst í þægilega forystu 16-6 og vann hrinuna örugglega 25-12. Í annari hrinu var um jafnari leik að ræða og fylgdust liðin að en í stöðunni 16-14 tók Afturelding góða skorpu og komst í 21-16. Afturelding vann síðan hrinu 2 25-18. Svipað var uppá teningnum í hrinu 3 þar sem jafnt var fram í miðja hrinu en í stöðunni 16-15 tók Afturelding aðra góða rispu og komst í 21-16 og vann síðan hrinuna 25-18 og leikinn 3-0.
Stigahæstar í liði Aftureldingar voru þær Thelma Dögg Grétarsdóttir með 19 stig og Nuria Bouza með 13 stig. Hjá Stjörnunni var það Elsa Sæný sem var stigahæst með 9 stig.
Afturelding hefur þar með tekið forystuna í einvíginu um að spila til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn en það lið sem fyrr vinnur 2 leiki tryggir sér réttinn.

DEILDARMEISTARAR 2016

Blakdeild Aftureldingar Blak

Deildarmeistaratitillin í hús í kvöld eftir hörkuspennandi leik að Varmá. Þróttur vann fyrstu hrinuna 22-25 og Ungmennafélagið Afturelding næstu þrjár 25-18, 25-21, 25-18 og leikinn þar með 3-1.
Stigahæstar í liði Aftureldingar voru Thelma Dögg Grétarsdóttir með 29 stig, Karen Björg Gunnarsdóttir með 11 stig og Fjóla Rut Svavarsdóttir með 10 stig.
Stigahæstar í liði Þróttar Nes voru María Rún Karlsdóttir með 18 stig og Ana Maria Vidal Bouza með 12 stig.

Er annar bikar á leiðinni í hús?

Blakdeild Aftureldingar Blak

Afturelding og Þróttur frá Neskaupstað mætast í síðustu umferð Mizunodeildar kvenna í blaki. Leikurinn fer fram að Varmá í Mosfellsbæ kl. 18:30 föstudaginn 1.apríl. Búast má við hörkuleik en aðeins tvö stig skilja liðin að í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Bikarmeistarar Aftureldingar verma efsta sæti deildarinnar með 33 stig, í öðru sæti situr HK með 32 stig og í því þriðja …

Bikarúrslitaleikur

Blakdeild Aftureldingar Blak

Afturelding mætir Þrótti Nes í bikarúrslitaleik í blaki sunnudag kl 13:30. Fjölmennum á pallana og styðjum stelpurnar til sigurs.
Áfram Afturelding

Bikarhelgi í blakinu í Laugardalshöll

Blakdeild Aftureldingar Blak

Undanúrslit laugardag 19. mars kl. 12.00 – Afturelding – KA
Úrslitaleikur fer fram sunnudag 20. mars kl. 13.30.
Fjölmennum í höllina – Áfram Afturelding.