Blakdúkur prófaður að Varmá

Blakdeild Aftureldingar Blak

Blakdúkur í eigu Blaksambands Íslands var prófaður í íþróttahúsinu að Varmá á laugardag þegar karla- og kvennalið félagsins léku leiki í Mizuno-deildinni. Dúkurinn var lagður í síðustu viku og prófaður í umræddum leikjum.

Að sögn Guðrúnar Kristínar Einarsdóttur, formanns blakdeildar Aftureldingar, var mikil ánægja meðal leikmanna með dúkinn auk þess sem að lýsing í salnum batnaði verulega við að fá dúkinn í salinn. Svo virðist sem að brúni flöturinn í dúknum endurvarpi lýsingunni mun betur en núverandi gólfflötur.

Innan blakdeildar UMFA er áhugi á að leggja sambærilegan dúk á gólfflötinn í sal 3 að Varmá og verður málið nú skoðað ofan í kjölinn í kjölfarið.