Fyrstu leikir úrvalsdeildar hefjast í vikunni.
Kvennalið Aftureldingar mætir nýliðum Fylkis í Fylkishöllinni á miðvikudag 30.sept kl 19:30.
Karlaliðið hefur svo leik föstudaginn 2.okt á móti ríkjandi meisturum HK í Fagralundi kl 18:45
1.deild kvenna hefur svo leik miðvikudaginn 7.okt kl 20:15 í Hveragerði á móti heimakonum í Hamri.
Afturelding á 5 fulltrúa í lokahópum U 19 kvk og kk
Blaksambandið hefur tilkynnt lokahópa U19 karla og kvenna sem spila á NEVZA (Norður Evrópu) móti í Ikast í Danmörku 12. – 16. október næstkomandi.
Úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landsliðin í blaki
Blakdeild Aftureldingar á 8 stúlkur og 5 drengi í úrtakshóp fyrir U 17 ára landsliðin í blaki sem keppa á NEVZA mótinu í Englandi í lok október. Einnig á blakdeildin 4 drengi og 4 stúlkur í úrtakshópi U19 ára fyrir NEVZA mótið sem fram fer í Danmörku um miðjan október. Æfingar verða m.a. að Varmá um næstu helgi hjá þessum hópum. Blakdeildin óskar krökkunum góðs gengis og til hamingju með árangurinn. Sjá frétt á bli.is. http://www.bli.is/is/frettir/u17-aefingahopar-klarir
Blakæfingar hafnar hjá öllum hópum
Nú eru blakæfingar hafnar hjá öllum hópum samkvæmt tímatöflu sem hægt er að sjá hér til hliðar. Allir yngri iðkendur eru velkomnir að koma og prufa frítt og með hverjum greiddum æfingagjöldum fylgir UMFA sundpoki, rauður eða svartur. Skráning fer fram inn á https://afturelding.felog.is/
SUMARSKÓLI Í KRAKKABLAKI
Tvö sumarnámskeið í krakkablaki fyrir börn fædd 2004-2009 verða haldin í á vegum blakdeildar Aftureldingar í ágúst. Námskeiðin verða í +Íþróttarhúsinu að Varmá kl.8:00-12:00 Námskeið 1: 4.-7. ágúst verð 5000kr. Námskeið 2: 10.-14. ágúst verð 6000kr. Skráning og greiðsla á: https://afturelding.felog.is eða gunnastina@gmail.com Skráningarfrestur er til og með 10. júlí. Allir þátttakendur fá bol og síðasta daginn verður …
Rogerio Ponticelli þjálfari karla og kvennaliðs Aftureldingar í blaki.
Blakdeild Aftureldingar hefur endurnýjað samning sinn við landsliðsþjálfara karla í blaki, Rogerio Ponticelli. Hann mun þjálfa alla hópa hjá deildinni allt frá 3.flokki stúlkna og pilta og upp úr og þar með talin úrvalsdeildarlið karla og kvenna.
Honum til aðstoðar hefur verið ráðin Eduardo Berenguer Herrero. Eduardo kemur frá Spáni og er með þjálfargráðu 3 í blaki og hefur starfað við þjálfun þar í landi bæði í hefðbundun blaki sem og í strandblaki. Ásamt því að aðstoða Rogerio við þjálfun allra hópa þá mun hann einnig spila með karlaliði Aftureldingar. Ennig hefur blakdeildin samið við Emil Gunnarsson um styrktarþjálfun úrvalsdeildaliða karla og kvenna á undirbúningstímabilinu. Blakdeildin býður Rogerio,Eduardo og Emil velkomna til starfa hjá félaginu.
Bronsstúlkur úr Aftureldingu
Aftureldingarstúlkur gerðu góða hluti með landsliði Íslands í blaki á Smáþjóðaleikum. Þær kræktu í brons, en það hefur einungis gerst tvisvar áður að blaklandslið kvenna komist á verðlaunapall.
Framtíðin er björt í blakinu
Þá er nýlokið íslandsmóti 4. og 5. flokks sem haldið var í Kórnum í Kópavogi helgina 9-10 þessa mánaðar. Samhliða var haldið mót fyrir 6-7 flokk en þau spiluðu sína leiki á laugardagsmorgninum. Afturelding var þarna með eitt lið í 4. flokki blandað drengjum og stúlkum. Liðið gerið sér lítið fyrir og kom heim með Íslandsmeistaratitil. Þá vorum við með …
Hreinn úrslitaleikur að Varmá á þriðjudag kl 19
Staðan í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í blaki er 2-2.
Því er um hreinan úrslitaleik að ræða á þriðjudag kl 19 að Varmá. Nú er mikilvægara en nokkurntíman áður að fjölmenna á pallana og hvetja stelpurnar til dáða.
kl 13 á sumardaginn fyrsta þriðji leikur í úrslitum
Afturelding tekur á móti HK í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitil kvenna á morgun fimmtudag sumardaginn fyrsta kl 13 að Varmá.