Fulltrúarnir okkar þrír á U17

Blakdeild Aftureldingar Blak

Fulltrúar Aftureldingar í U17 ára landsliðinu í blaki sem nú spilar á NEVZA mótinu sem haldið er i Kettering í Englandi. Ólafur Thoroddsen, Kolbeinn Tómas Jónsson og HIlmir Berg Halldórsson.

Þrír valdir í U17

Blakdeild Aftureldingar Blak

Afturelding á þrjá fulltrúa í U 17 drengja í blaki sem heldur til Kettering í Bretlandi 29.okt að spila á NEVZA ( Norður Evrópu) móti í blaki.

Blakleikur föstudagskvöld

Blakdeild Aftureldingar Blak

Mfl. karla í blaki leikur fyrsta heimaleik sinn í vetur að Varmá næsta föstudagskvöld kl. 19.00  Mætum öll og hvetjum strákana. Stjórnin

Úrvalsdeild kvenna hefst í kvöld

Blakdeild Aftureldingar Blak

Aftureldingarstelpurnar hefja leik í úrvalsdeildinni í kvöld þegar þær sækja nýliða Fylkis heim í Árbæinn. Leikurinn hefst klukkan 19:30, hvetjum fólk til að mæta og hvetja stelpurnar áfram.
Fylgjast má með live score á http://www.bli.is/is/mizunodeild-kvenna

Úrvalsdeild kvenna hefst í kvöld

Blakdeild Aftureldingar Blak

Aftureldingarstelpurnar hefja leik í úrvalsdeildinni í kvöld þegar þær sækja nýliða Fylkis heim í Árbæinn. Leikurinn hefst klukkan 19:30, hvetjum fólk til að mæta og hvetja stelpurnar áfram.
Fylgjast má með live score á http://www.bli.is/is/mizunodeild-kvenna

Blakið að hefjast !

Blakdeild Aftureldingar Blak

Fyrstu leikir úrvalsdeildar hefjast í vikunni.
Kvennalið Aftureldingar mætir nýliðum Fylkis í Fylkishöllinni á miðvikudag 30.sept kl 19:30.
Karlaliðið hefur svo leik föstudaginn 2.okt á móti ríkjandi meisturum HK í Fagralundi kl 18:45
1.deild kvenna hefur svo leik miðvikudaginn 7.okt kl 20:15 í Hveragerði á móti heimakonum í Hamri.

Úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landsliðin í blaki

Blakdeild Aftureldingar Blak

Blakdeild Aftureldingar á 8 stúlkur og 5 drengi í úrtakshóp fyrir U 17 ára landsliðin í blaki sem keppa á NEVZA mótinu í Englandi í lok október. Einnig á blakdeildin 4 drengi og 4 stúlkur í úrtakshópi U19 ára fyrir NEVZA mótið sem fram fer í Danmörku um miðjan október. Æfingar verða m.a. að Varmá um næstu helgi hjá þessum hópum. Blakdeildin óskar krökkunum góðs gengis og til hamingju með árangurinn. Sjá frétt á bli.is. http://www.bli.is/is/frettir/u17-aefingahopar-klarir

Blakæfingar hafnar hjá öllum hópum

Blakdeild Aftureldingar Blak

Nú eru blakæfingar hafnar hjá öllum hópum samkvæmt tímatöflu sem hægt er að sjá hér til hliðar. Allir yngri iðkendur eru velkomnir að koma og prufa frítt og með hverjum greiddum æfingagjöldum fylgir UMFA sundpoki, rauður eða svartur. Skráning fer fram inn á https://afturelding.felog.is/

SUMARSKÓLI Í KRAKKABLAKI

Blakdeild Aftureldingar Blak

Tvö sumarnámskeið í krakkablaki fyrir börn fædd 2004-2009 verða haldin í á vegum blakdeildar Aftureldingar í ágúst.     Námskeiðin verða í +Íþróttarhúsinu að Varmá kl.8:00-12:00 Námskeið 1: 4.-7. ágúst verð 5000kr. Námskeið 2: 10.-14. ágúst verð 6000kr. Skráning og greiðsla á: https://afturelding.felog.is eða gunnastina@gmail.com Skráningarfrestur er til og með 10. júlí. Allir þátttakendur fá bol og síðasta daginn verður …