Rogerio Ponticelli þjálfari karla og kvennaliðs Aftureldingar í blaki.

Blakdeild Aftureldingar Blak

Blakdeild Aftureldingar hefur endurnýjað samning sinn við landsliðsþjálfara karla í blaki, Rogerio Ponticelli. Hann mun þjálfa alla hópa hjá deildinni allt frá 3.flokki stúlkna og pilta og upp úr og þar með talin úrvalsdeildarlið karla og kvenna.
Honum til aðstoðar hefur verið ráðin Eduardo Berenguer Herrero. Eduardo kemur frá Spáni og er með þjálfargráðu 3 í blaki og hefur starfað við þjálfun þar í landi bæði í hefðbundun blaki sem og í strandblaki. Ásamt því að aðstoða Rogerio við þjálfun allra hópa þá mun hann einnig spila með karlaliði Aftureldingar. Ennig hefur blakdeildin samið við Emil Gunnarsson um styrktarþjálfun úrvalsdeildaliða karla og kvenna á undirbúningstímabilinu. Blakdeildin býður Rogerio,Eduardo og Emil velkomna til starfa hjá félaginu.

Bronsstúlkur úr Aftureldingu

Blakdeild Aftureldingar Blak

Aftureldingarstúlkur gerðu góða hluti með landsliði Íslands í blaki á Smáþjóðaleikum. Þær kræktu í brons, en það hefur einungis gerst tvisvar áður að blaklandslið kvenna komist á verðlaunapall.

Framtíðin er björt í blakinu

Blakdeild Aftureldingar Blak

Þá er nýlokið íslandsmóti 4. og 5. flokks sem haldið var í Kórnum í Kópavogi  helgina 9-10 þessa mánaðar. Samhliða var haldið mót fyrir 6-7 flokk en þau spiluðu sína leiki á laugardagsmorgninum. Afturelding var þarna með eitt lið í 4. flokki blandað drengjum og stúlkum. Liðið gerið sér lítið fyrir og kom heim með Íslandsmeistaratitil. Þá vorum við með …

Hreinn úrslitaleikur að Varmá á þriðjudag kl 19

Blakdeild Aftureldingar Blak

Staðan í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í blaki er 2-2.
Því er um hreinan úrslitaleik að ræða á þriðjudag kl 19 að Varmá. Nú er mikilvægara en nokkurntíman áður að fjölmenna á pallana og hvetja stelpurnar til dáða.

Tap i fyrsta leik í úrslitaeinvíginu

Blakdeild Aftureldingar Blak

Afturelding og HK áttust við í fyrsta leik í úrslitum Íslandsmóts kvenna í blaki. Afturelding byrjaði leikinn betur en HK konur tóku síðan vel við sér.

Komnar í úrslit – fjórða árið í röð

Blakdeild Aftureldingar Blak

Íslands­meist­ar­ar Aft­ur­eld­ing­ar í blaki kvenna leika til úr­slita um Íslands­meist­ara­titil­inn fjórða árið í röð. Það varð ljóst eft­ir að Aft­ur­eld­ing vann Þrótt Nes­kaupsstað í þrem­ur hrin­um í síðari leik liðanna í undanúr­slit­um í kvöld en leikið var eystra.

Aft­ur­eld­ing vann fyrstu hrin­una, 25:18, aðra 25:10, og loks 25:17.

María Rún Karls­dótt­ir var stiga­hæst hjá Þrótti með 11 stig. Anna Svavars­dótt­ir og Lilja Ein­ars­dótt­ir skoruðu þrjú stig hvor. Kar­en B. Gunn­ars­dótt­ir skoraði 12 stig fyr­ir Aft­ur­eld­ingu al­veg eins og fyr­irliðinn Za­har­ina Fil­ipova. Auður A. Jóns­dótt­ir skoraði 11 stig.

Úrslitakeppni hafin.

Blakdeild Aftureldingar Blak

Afturelding og Þróttur Nes mættust í gær laugardag að Varmá í fyrsta leik í undanúrslitum. Vinna þarf 2 leiki til að komast í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn.