Er annar bikar á leiðinni í hús?

Blakdeild Aftureldingar Blak

Afturelding og Þróttur frá Neskaupstað mætast í síðustu umferð Mizunodeildar kvenna í blaki. Leikurinn fer fram að Varmá í Mosfellsbæ kl. 18:30 föstudaginn 1.apríl.
Búast má við hörkuleik en aðeins tvö stig skilja liðin að í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Bikarmeistarar Aftureldingar verma efsta sæti deildarinnar með 33 stig, í öðru sæti situr HK með 32 stig og í því þriðja Þróttur frá Neskaupstað með 31 stig. Þrjú efstu liðin eiga því öll möguleika á að komast á toppinn eftir þessa síðustu umferð deildarinnar en sigur getur skilað hverju þeirra þremur stigum í hús.
Afturelding og Þróttur Neskaupstað öttu kappi í bikarúrslitaleik Blanksambands Íslands fyrr í mánuðinum þar sem Afturelding hafði betur í þremur hrinum gegn engri. Lið Aftureldingar vann Mizunodeildina í fyrra og hefur því titil að verja í leiknum á föstudag. 
Áhugasamir eru hvattir til að leggja leið sína í Mosfellsbæ og hvetja sitt lið til sigurs á föstudaginn en karlalið Aftureldingar og Þróttar Neskaupstað munu einnig spila að kvennaleiknum loknum.
Áfram Afturelding!