Sigur og tap í kvöld.

Blakdeild AftureldingarBlak

Aftureldingarliðin spiluðu bæði í Mikasadeildinni í blaki í kvöld.
Kvennaliðið tók á móti Þrótti Reykjavík að Varmá í kvöld og lauk leiknum með öruggum 3-0 sigri heimakvenna sem unnu hrinurnar 25-8, 25-17 og 25-7.

Tap fyrir Þrótti R – 1-3

Blakdeild AftureldingarBlak

Afturelding tók á móti liði Þróttar Reykjavík í úrvalsdeild karla í blaki að Varmá í kvöld. Leikurinn var jafn til að byrja með en Þróttarar sigu fram úr og unnu fyrstu hrinuna örugglega 16-25 Aftureldingardrengirnir spýttu í lófana í 2.hrinu og spiluðu mjög vel og skiluðu mörgum fallegum boltum í gólfið og uppskáru sigur, 25-21.

Afturelding – Þróttur R föstudag kl 19.

Blakdeild AftureldingarBlak

Karlalið Aftureldingaeldingar mætir Þrótti R tvisvar i þessari viku. Liðið tapaði naumlega í Laugardalhöllinni á þriðjudagskvöld. Leikurinn fór 3-2 fyrir Þrótti og oddahrinan fór 20-18. Hörkuleikur og frábær barátta og karakter í okkar mönnum. Kolbeinn Tómas Jónsson 14 ára í 4.flokki spilaði miðjuna allan leikinn í sínum fyrsta leik með meistaraflokki og stóð sig frábærlega, átti m.a. 4 uppgjafir beint í gólf.

3-0 sigur á Stjörnunni í Garðabæ í kvöld

Blakdeild AftureldingarBlak

Kvennalið Aftureldingar gerði góða ferð í Garðabæinn í kvöld þar sem þær mættu heimakonum í Stjörnunni. Afturelding vann öruggan 3-0 sigur. Fyrstu hrinuna 25-18, hrinu 2, 25-20 og lokahrinuna 25-10. Til hamingju stelpur.

Konurnar komnar í undanúrslit í bikarnum

Blakdeild AftureldingarBlak

Lið Aftureldingar gerði góða ferð á Álftanes um helgina þar sem fram fór undankeppni í bikarnum. Efsta lið úr hvorum riðli komst beint í undanúrslit í bikarkeppninni sem mun fara fram 15.mars í Laugardalshöllinni.

Tap í dag fyrir norðan

Blakdeild AftureldingarBlak

Úrslit karlaliða KA – UMFA í blaki í dag snerust við, frá því á föstudagskvöldið. Okkar menn töpuðu í dag 3-1. Byrjuðu vel og unnu fyrstu hrinu: 21-25. Næstu þrjár hrinur töpuðust: 25-22, 25-18 og 25-21. Gunnar Pálmi Hannesson var stigahæstur hjá KA með 19 stig, Sævar Karl Randversson gerði 13 og Ævarr Freyr Birgisson 12. Hilmar Sigurjónsson gerði 15 fyrir Aftureldingu og Ismar Hadziredzepovic 10.

Fyrsti sigur tímabilsins

Blakdeild AftureldingarBlak

Karlaliðið Aftureldingar í blaki vann sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar þeir unnu KA í kvöld, 1-3 á Akureyri. Þeir spila aftur við KA á morgun kl 14:00.

Afturelding vann KA 3-0 í kvöld

Blakdeild AftureldingarBlak

Afturelding og KA mættust í kvöld í Mikasadeild kvenna að Varmá. Afturelding vann leikinn nokkuð auðveldlega 3-0. Afturelding vann fyrstu hrinuna 25-8, hrinu tvö 25-16 og hrinu þrjú 25-14.

Afturelding – KA í kvöld

Blakdeild AftureldingarBlak

Afturelding tekur á móti KA í mikasadeild kvenna að Varmá í kvöld kl 19. Fjölmennum á pallana og hvetjum stelpurnar okkar.
Leikurinn verður einnig sýndur beint á sporttv.is

Þróttur Nes hafði einnig betur í dag.

Blakdeild AftureldingarBlak

Lið Aftureldingar og Þróttar Nes áttust við öðru sinni á jafn mörgum dögum í Mikasadeild karla í blaki í Íþróttahúsinu að Varmá í dag.
Þróttarar unnu örugglega fyrstu tvær hrinurnar 25-19 og 25-18. Þriðju hrinu byrjaði Afturelding af krafti og náði að halda forystu út hrinuna, unnu 25-13. Í þessari hrinu meiddist Martin M. Marinov, leikmaður Þróttar og gat hann lítt beitt sér það sem eftir var leiks en varð að leika með vegna manneklu í liði Þróttara. Auk þess hafði Geir Sigurpáll Hlöðversson, liðsfélagi hans, fingurbrotnað í leiknum kvöldið áður og gat ekki verið með í dag. En Þróttarar bitu í skjaldarrendur og unnu fjórðu hrinu 25-22 og þar með leikinn 3-1.