Bæði lið töpuðu fyrir HK í kvöld

Blakdeild Aftureldingar Blak

HK stöðvaði sigurgöngu Aftureldingar í Mikasa deild kvenna í blaki í Fagralundi í kvöld og varð fyrst til að vinna Mosfellingana í vetur. Lokatölur urðu 3:0.

Karlaliðið tapaði fyrir Stjörnunni í Mikasadeildinni í blaki.

Blakdeild Aftureldingar Blak

Fyrr í kvöld spiluðu kvennalið Aftureldingar og Stjörnunnar þar sem Afturelding hafði sigur en í seinni leik kvöldsins, þar sem áttust við karlalið félaganna, snérist dæmið við og Stjarnan vann 3-0

Stjarnan hafði tögl og haldir í fyrstu hrinu og vann hana 25-13. Í annari hrinu var jafnt á öllum tölum en í stöðunni 18-18 náði Stjarnan góðri rispu og móttökur hjá Aftureldingarstrákum fóru forgörðum og Stjarnan vann hrinuna 25-18. Í þriðju hrinu náði Stjarnan aftur undirtökunum og vann hrinuna 25-14.

Afturelding lagði Stjörnuna 3-0 í Mikasadeild kvenna í kvöld að Varmá.

Blakdeild Aftureldingar Blak

Afturelding og Stjarnan áttust við í Mikasadeild kvenna í kvöld í Mosfellsbænum. Afturelding byrjaði fyrstu hrinuna mjög vel á meðan Stjarnan átti í vandræðum í móttöku og endaði hrinan með sigri Aftureldingar 25-13. Stjörnustúlkur komu ákveðnar til leiks í hrinu tvö og komust í 12-6 en Afturelding jafnaði leikinn í 14-14. Hrinan endaði með sigri með Aftureldingar 25-22 eftir mjög jafnan leik. Í þriðju hrinu var jafnt framan af en í stöðunni 8-8 náði Afturelding undirtökunum og vann hrinuna 25-15 og leikinn 3-0.

Á toppnum í jólafrí.

Blakdeild Aftureldingar Blak

Aftureldingarstelpurnar fara taplausar í jólafrí í efsta sæti Mikasadeildarinnar. Þær mættu Þrótt Nes í hörku fimm hrinu leik fyrir austan í dag. Leiknum lauk með 2-3 sigri Aftureldingar. Fyrsta hrina fór 23-25, Afturelding tapaði næstu tveimur 25-13 og 25-22 en vann tvær síðustu 10-25 og 10-15. Til hamingju stelpur !

Toppslagur á laugardag

Blakdeild Aftureldingar Blak

Aftureldingarstelpurnar mæta Þrótti Nes fyrir austan á laugardag kl 13:30 í toppslag í Mikasadeildinni. Bæði lið hafa unnið alla sína leiki fram til þessa í vetur. Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni útsendingu á netinu á

Sigur og tap í kvöld.

Blakdeild Aftureldingar Blak

Aftureldingarliðin spiluðu bæði í Mikasadeildinni í blaki í kvöld.
Kvennaliðið tók á móti Þrótti Reykjavík að Varmá í kvöld og lauk leiknum með öruggum 3-0 sigri heimakvenna sem unnu hrinurnar 25-8, 25-17 og 25-7.

Tap fyrir Þrótti R – 1-3

Blakdeild Aftureldingar Blak

Afturelding tók á móti liði Þróttar Reykjavík í úrvalsdeild karla í blaki að Varmá í kvöld. Leikurinn var jafn til að byrja með en Þróttarar sigu fram úr og unnu fyrstu hrinuna örugglega 16-25 Aftureldingardrengirnir spýttu í lófana í 2.hrinu og spiluðu mjög vel og skiluðu mörgum fallegum boltum í gólfið og uppskáru sigur, 25-21.

Afturelding – Þróttur R föstudag kl 19.

Blakdeild Aftureldingar Blak

Karlalið Aftureldingaeldingar mætir Þrótti R tvisvar i þessari viku. Liðið tapaði naumlega í Laugardalhöllinni á þriðjudagskvöld. Leikurinn fór 3-2 fyrir Þrótti og oddahrinan fór 20-18. Hörkuleikur og frábær barátta og karakter í okkar mönnum. Kolbeinn Tómas Jónsson 14 ára í 4.flokki spilaði miðjuna allan leikinn í sínum fyrsta leik með meistaraflokki og stóð sig frábærlega, átti m.a. 4 uppgjafir beint í gólf.

3-0 sigur á Stjörnunni í Garðabæ í kvöld

Blakdeild Aftureldingar Blak

Kvennalið Aftureldingar gerði góða ferð í Garðabæinn í kvöld þar sem þær mættu heimakonum í Stjörnunni. Afturelding vann öruggan 3-0 sigur. Fyrstu hrinuna 25-18, hrinu 2, 25-20 og lokahrinuna 25-10. Til hamingju stelpur.

Konurnar komnar í undanúrslit í bikarnum

Blakdeild Aftureldingar Blak

Lið Aftureldingar gerði góða ferð á Álftanes um helgina þar sem fram fór undankeppni í bikarnum. Efsta lið úr hvorum riðli komst beint í undanúrslit í bikarkeppninni sem mun fara fram 15.mars í Laugardalshöllinni.