Tap fyrir Þrótti R – 1-3

Blakdeild Aftureldingar Blak

 Þriðja byrjaði eins og önnur hrinan endaði og hafði Afturelding góða forystu sem Þróttarar náðu að vinna upp um miðja hrinu og á endanum náðu þeir að vinna hrinuna 24-26. Afturelding sá síðan aldrei til sólar í 4.hrinunni og vann Þróttur hana örugglega 16-25.
Stigahæstir í liði Aftureldingar voru Hilmar Sigurjónsson með 15 stig og Ismar Hadziredzepovic með 9 stig. Í liði Þróttar voru miðjumennirnir þeir: Andris Orlovs og Kjartan Fannar Grétarsson jafnir með 17 stig hvor. Með sigrinum í kvöld komst Þróttur R í 3.sæti deildarinnar á eftir Þrótti Nes og HK sem komst á toppinn í kvöld eftir sigur á Stjörnunni.