Sigur og tap í kvöld.

Blakdeild Aftureldingar Blak

Guðrún Elva Sveinsdóttir skoraði 11 stig fyrir Aftureldingu í leiknum og þær Thelma Dögg Grétarsdóttir og Miglena Apostolova gerðu báðar 10 stig en Fjóla Rut Svavarsdóttir var stigahæst í liði Þróttar Reykjavíkur með 7 stig. Afturelding hefur unnið alla sex leiki sína í deildinni til þessa og er á toppnum með 18 stig en Þróttur Reykjavík er enn án stiga.
Karlalið Aftureldingar mátti svo þola tap gegn HK 3-1 í Fagralundi í Kópavogi. Heimamenn unnu fyrstu tvær hrinurnar 25-18 og 25-18 en gestirnir úr Mosfellsbæ fögnuðu sigri í þriðju hrinu 27-25 og minnkuðu muninn í 2-1. HK-ingar kláruðu svo fjórðu hrinu 25-13 og þar með leikinn 3-1.
Brynjar J. Pétursson var atkvæðamestur í liði HK með 17 stig og næstir komu Theódór Ó. Þorvaldsson og Ólafur Arason með 15 stig hvor en hjá Aftureldingu voru  Jóhann Eiríksson og Hilmar Sigurjónsson sem hvor um sig með 13 stig. HK er efst í deildinni með 19 stig úr átta leikjum en Afturelding er í botnsætinu með 5 stig.