Afturelding bikarmeistari í 2. flokki stúlkna í blaki!

Blakdeild Aftureldingar Blak

Bikarmeistaramót Blaksambandsins í 2. og 3. flokki drengja og stúlkna fór fram helgina 23-24 febrúar. 3. flokkur lék á laugardeginum og léku drengirnir í Hagaskóla en stúlkurnar í íþróttahúsi kennaraháskólans. Lið Aftureldingar í drengjaflokki náði ekki að spila til úrslita en stóðu sig mjög vel.
Stúlkurnar í 3. flokki spiluðu mjög vel á mótinu og fóru alla leið í úrslitaleikinn þar sem leikið var á móti HK um bikarmeistaratitilinn.