Hildur Karen Jóhannsdóttir hefur skrifað undir 2 ára samning. Hildur Karen er uppalin Fjölnisstelpa sem byrjaði að æfa handbolta 7 ára gömul. Hildur Karen gekk til liðs við Fylki í 4.flokki og hefur spilað þar síðan og staðið sig vel. Hildur hefur tekið þátt í öllum yngri landsliðum í gegnum tíðina og er frábær viðbót í okkar hóp. Við erum …
Vélfang ehf og handknattleiksdeild gera samning til tveggja ára.
Vélfang ehf og meistaraflokkur kvenna hjá handknattleiksdeild Aftureldingar hafa gert með sér samstarfssamning til tveggja ára. Vélfang ehf. var stofnað í mars 2004 af þeim Eyjólfi Pétri Pálmasyni, Skarphéðni K. Erlingssyni, Stefáni G. Ármannssyni og Þórði Jónssyni. Mikill vöxtur hefur einkennt fyrirtækið frá stofnun þess en í febrúar 2005 var gengið frá kaupum á húsnæðinu á Gylfaflöt 24-30. Á vormánuðum …
Björgvin Franz og Egill keppa með U17 ára landsliði íslands í sumar
Heimir Ríkarðsson hefur valið tvo hópa fyrir verkefni sumarsins en liðið tekur þátt í European Open í Svíþjóð í byrjun júlí og Ólympíuhátið Evrópuæskunnar í lok júlí. Sitthvor hópurinn verður sendur á mótin með von um að skapa sem mesta breidd í aldurshópnum. Við eigum tvo fulltrúa í þessum hópi og eru það Björgvin Franz Björgvinsson markmaður og Egill Már …
Frábær liðsstyrkur til Aftureldingar
i að tilkynna það að Handknattleiksdeild Aftureldingar hefur gengið frá samningi við Heklu Rún Ámundadóttir. Samningur Aftureldingar við Heklu Rún er til tveggja ára. Hekla Rún er fædd 1995 og er örfhent skytta, hún er uppalin í ÍR en gekk til liðs við Fram fyrir sex árum. Hekla hefur átt sæti í yngri landsliðshópum íslands. Það er því mikill styrkur …
Þóra María maður leiksins í dag í Póllandi
Þóra María hélt til Póllands ásamt U17 ára landsliði Íslands á fimmtudaginn til að spila tvo vináttulandsleiki við Pólska landsliðið en það er tveimur stykrleikaflokkum fyrir ofan ísland. Stelpurnar biðu í lægri hlut í fyrri leiknum með 7 mörkum en gerðu jafntefli í dag 27-27. Þóra María okkar átti frábæran leik í dag og var valin leikmaður leiksins. Óskum Þóru …
Þóra María spilar með U17 ára landsliði Ísland í Póllandi
Þóra María Sigurjónsdóttir spilar með U17 ára landsliði ísland í Póllandi Stelpurnar spiluðu fyrri vináttu leik sinn við Pólland í Kwitzyn í gær. Niðurstaðan varð sjö marka tap 32-25 eftir kafalskiptan leik. Það var gríðarlega góð reynsla fyrir stelpurnar að fá að mæta svona sterku liði á erfiðum útivelli. Við heyrðum í Þóru í gær og er hópurinn staðráðinn í …
6 fl kvk eldra ár í 2 sæti á íslandsmótinu
Stelpurnar okkar í 6 fl kvk eldra ári náðu góðum árangri í vetur og enduðu í 2 sæti á íslandsmótinu með 11 stig af 15. Virkilega flottur hópur hér á ferð sem verður svo sannarlega gaman að fylgjast með í framtíðinni. Óskum stelpunum og þjálfurum liðsins innilega til hamingju með frábæran árangur.
4 fl kk Eldra ár deildarmeistarar 2.deild 2017
Strákarnir okkar í 4 fl kk eldra ár urðu á dögunum deildarmeistarar í 2.deild karla. Þeir áttu frábæran vetur 12 sigrar eitt jafntefli og eitt tap. Þeir enduðu með 25 stig á toppi deildarinnar. Óskum strákunum og þjálfurum liðsins innilega til hamingju með deildarmeistaratitilinn.
4 fl kk yngra ár Íslandsmeistari B 2017
Strákarnir okkar í 4 fl kk yngri unnu góðan sigur á ÍBV drengjum í gærkvöldi í úrslitum um íslandsmeistaratitilinn B 2017. Lokatölur urðu 24 – 20. Óskum strákunum og þjálfurum liðsins innilega til hamingju.
6 fl kk yngri Íslandsmeistarar 2017
6 fl kk yngra ár átti frábæran vetur. Þeir sigruðu þrjú mót og lentu í öðru sæti á tveimur mótum og voru því með fullt hús stiga eftir þrjú mót. Það verður gaman að fylgjast með þessum drengjum í framtíðinni. Óskum þeim ásamt þjálfurum liðsins innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn.