Miðinn kostar 1500 krónur og rennur hluti ágóðans til góðgerðarmála hér í Mosfellsbæ. Stefnan er að jólahappdrætti verði árvisst hjá meistaraflokknum og ávalt fer hluti ágóðans í góðgerðarmál. Þetta árið mun mfl styrkja það góða starf sem unnið er í Reykjadal, en þar er rekið sumar- og vetrarnámskeið fyrir fötluð börn.Frábærir vinningar sem eiga eftir að koma sér vel. Dregið …
Coca cola bikarinn Afturelding – Fram
Strákarnir okkar fá íslandsmeistara Fram í Coca cola bikarnum í kvöld kl 20:00 Nú þurfum við að fylla N1 höllina að Varmá og styðja þá til sigurs. Mætum kl 19:45 í rauðu.
Jóhann Jóhannsson Íþróttamaður handknattleiksdeildar 2013 og Íþróttamaður Aftureldingar 2013.
Jóhann hefur leikið með Aftureldingu frá blautu barnsbeini og hefur stöðugt bætt sig sem leikmaður.Á síðasta tímabili lék Afturelding í efstu deild og var Jóhann lykilmaður liðsins og átti mjög gott tímabil og var valinn nokkrum sinnum í lið umferðarinnar auk þess að vera einn markahæsti leikmaður N1 deildar á síðasta tímabili,Jóhann stundar íþrótt sína af mikilli samviskusemi, og er …
Hekla Daðadóttir íþróttakona handknattleiksdeildar 2013
Hekla Daðadóttir er íþróttakona af guðs náð. Hún hefur spilað handknattleik í mörg ár og er mikill reynslubolti. Reynsla hennar og þekking á handboltaíþróttinni hefur hjálpað mikið í uppbyggingu kvennahandboltans hér í Aftueldingu. Hekla er mikil keppnismanneskja og mætir í alla leiki með það eitt að markmiði að vinna leikinn. Hún er samviskusöm, skipulögð og sér yngir leikmönnum mikil fyrirmynd. …
Afturelding í 16 liða úrslit Coca Cola bikarsins.
Afturelding er komin í 16 líða úrslit í Coca Cola bikar karla eftir 10 marka sigur gegn Fjölni að Varmá í gær.Liðin léku í deildinni á fimmtudag þar sem Afturelding vann með 11 marka mun og þróaðist þessi leikur mjög svipað og fyrri leikur liðanna. Heimamenn byrjuðu vel og náðu þægilegu forskoti og var staðan meðal annars 15-9 á tímabili …
Afturelding með fullt hús í 1. deildinni
Afturelding heimsótti Fjölni í 1.deild karla í gær og vann góðan 11 marka sigur 21-32.Jafnræði var með liðunum í byrjun en Afturelding seig hægt og rólega fram úr og var staðan 10-16 í hálfleik fyrir okkar menn. Seinni hálfleikur var svipaður og náðu okkar menn að auka muninn í lok leiksins í 11 mörk.Í heildina var leikurinn ágætlega spilaður hjá …
Sannfærandi sigur á Þrótti
Strákarnir hafa sigrað alla 7 leiki sína af 7 sem þeir hafa spilað en þeir sigruðu Þrótt á föstudagskvöldið sannfærandi með 11 marka mun 28-17. Staðan í hálfleik 13 – 7. Mörk: Böðvar Páll Ásgeirsson sem skoraði 9 mörk, Árni Bragi Eyjólfsson 6, Fannar Helgi Rúnarsson 4, Örn Ingi Bjarkason 4, Kristinn Hrannar Bjarkason 2, Elvar Magnússon 1, Einar Héðinsson …
6 fulltrúar okkar í úrtaki U – 20 ára landsliði karla
Valinn hefur verið 27 manna hópur til að taka þátt í úrtaksæfingum hjá U – 20 ára landsliði karla. Afturelding er stolt að segja frá því að við eigum 6 leikmenn í þeim hópi. Þetta eru þeir Árni Bragi Eyjólfsson, Bjarki Snær Jónsson, Böðvar Páll Ásgeirsson, Elvar Ásgeirsson, Kristinn Hrannar Bjarkason og Sölvi Ólafsson. Við óskum þeim innilega til hamingju …
Birkir Benediktsson valin í U -18 ára landslið karla
Valin hefur verið 31 manna hópur til að taka þátt í úrstaksæfingum U – 18 ára landslið karla. Æfingarnar fara fram núna um helgina 1 – 3 nóvember og fór fyrsta æfingin fram í N1 höllinni að Varmá í gær. Við óskum Birki innilega til hamingju sem og góðs gengis.