Afturelding er komin í 16 líða úrslit í Coca Cola bikar karla eftir 10 marka sigur gegn Fjölni að Varmá í gær.Liðin léku í deildinni á fimmtudag þar sem Afturelding vann með 11 marka mun og þróaðist þessi leikur mjög svipað og fyrri leikur liðanna. Heimamenn byrjuðu vel og náðu þægilegu forskoti og var staðan meðal annars 15-9 á tímabili …
Afturelding með fullt hús í 1. deildinni
Afturelding heimsótti Fjölni í 1.deild karla í gær og vann góðan 11 marka sigur 21-32.Jafnræði var með liðunum í byrjun en Afturelding seig hægt og rólega fram úr og var staðan 10-16 í hálfleik fyrir okkar menn. Seinni hálfleikur var svipaður og náðu okkar menn að auka muninn í lok leiksins í 11 mörk.Í heildina var leikurinn ágætlega spilaður hjá …
Sannfærandi sigur á Þrótti
Strákarnir hafa sigrað alla 7 leiki sína af 7 sem þeir hafa spilað en þeir sigruðu Þrótt á föstudagskvöldið sannfærandi með 11 marka mun 28-17. Staðan í hálfleik 13 – 7. Mörk: Böðvar Páll Ásgeirsson sem skoraði 9 mörk, Árni Bragi Eyjólfsson 6, Fannar Helgi Rúnarsson 4, Örn Ingi Bjarkason 4, Kristinn Hrannar Bjarkason 2, Elvar Magnússon 1, Einar Héðinsson …
6 fulltrúar okkar í úrtaki U – 20 ára landsliði karla
Valinn hefur verið 27 manna hópur til að taka þátt í úrtaksæfingum hjá U – 20 ára landsliði karla. Afturelding er stolt að segja frá því að við eigum 6 leikmenn í þeim hópi. Þetta eru þeir Árni Bragi Eyjólfsson, Bjarki Snær Jónsson, Böðvar Páll Ásgeirsson, Elvar Ásgeirsson, Kristinn Hrannar Bjarkason og Sölvi Ólafsson. Við óskum þeim innilega til hamingju …
Birkir Benediktsson valin í U -18 ára landslið karla
Valin hefur verið 31 manna hópur til að taka þátt í úrstaksæfingum U – 18 ára landslið karla. Æfingarnar fara fram núna um helgina 1 – 3 nóvember og fór fyrsta æfingin fram í N1 höllinni að Varmá í gær. Við óskum Birki innilega til hamingju sem og góðs gengis.
Sara Lind Stefánsdóttir í U – 16 ára landslið kvenna
Sara Lind Stefánsdóttir var valin á dögunum til að taka þátt í úrtaksæfingum hjá U – 16 ára landsliði kvenna. Valin var 20 manna hópur sem æfði 23 – 27 október síðastliðinn. Það verður gaman að fylgjast með Söru í framtíðinni og óskum við henni innilega til hamingju.
Unnar Karl Jónsson valin í U – 16 ára landslið karla.
Þeir Kristján Arason og Konráð Olavsson hafa valið 28 manna úrtakshóp U – 16 ára landslið karla. Æfingarnar fara fram núna helgina 1 – 3 nóvember og var fyrsta æfingin hjá okkur í N1 Höllinni að Varmá í gær. Við óskum Unnari innilega til hamingju sem og góðs gengis og það verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni.