Við í Aftureldingu erum stolt af því að kynna nýjan þjálfara Meistaraflokks kvenna.Hann er með yfir 12 ára reynslu af þjálfun hjá Aftureldingu, bæði hjá strákum og stelpum í yngri flokkum. Auk þess hefur hann sjálfur spilað með meistaraflokki karla og Hvíta riddaranum.Hann þjálfaði Hvítu riddarana í fjögur ár, fór með liðið upp um deild og hélt þeim þar – …
Perry Mclachlan hefur látið af störfum
Perry Mclachlan hefur látið af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu. Við þökkum honum fyrir vel unnin störf og óskum honum velfarnaðar í framtíðar verkefnum.Knattspyrnudeild Aftureldingar
Magni Jóhannes Þrastarson til Aftureldingar
Magni Jóhanness Þrastarson gengur til liðs við Aftureldingu. Magni kemur inn í þjálfarateymi 3.flokks karla tímabundið í sumar áður en hann stígur svo inn í 2. og 3. flokk kvenna í haust. Magni þjálfaði hjá KH og 2.fl kvk hjá Val. Magni er ungur og metnaðarfullur þjálfari sem við bindum miklar vonir við og sem mun vonandi efla kvennastarfið í …
Happdrætti mfl. kvk í knattspyrnu
Búið er að draga í stórglæsilegu happdrætti meistaraflokks kvenna í knattspyrnu. Vinninga má vitja upp á skrifstofu Aftureldingar til 3. apríl. Stelpurnar þakka veittan stuðning! Áfram Afturelding
Jólasveinaheimsókn á Aðfangadag
Jólasamstarf jólasveinanna og Knattspyrnudeildar Aftureldingar verður á sínum stað í ár. Hægt er að fá skemmtilega jólasveina í heimsókn á heimili í Mosfellsbæ á Aðfangadag. Heimsóknartíminn er Þriðjudaginn 24. des á milli kl 10:00 og 13:00 en jólasveinarnir geta séð um að afhenda pakka sé þess óskað. Setja í athugasemd (í greiðsluferlinu) upplýsingar um bíll/tegund/númer eða staður sem pakki/ar er …
Aukaaðalfundur
Aukaaðalfundur knattspyrnudeildar Aftureldingar Stjórn knattspyrnudeildar boðar hér með til aukaaðalfundar þann 7. nóvember kl.18:30, Vallarhúsinu Dagskrá fundar er: Fundarsetning Kosning fundarstjóra og ritara Formaður leggur fram skýrslu deildarinnar-fráfarandi stjórnar Árshlutareikningar deildarinnar Kosning formanns knattspyrnudeildar Kosning stjórnarmanna knattspyrnudeildar Umræða um málefni deildarinnar og önnur mál Fundarslit Ársreikningar knattspyrnudeildar verða til samþykktar á aðalfundi deildarinnar í mars 2025. Framboð til stjórnarstarfa skulu berast …
Happdrætti Mfl. KK í knattspyrnu
Búið er að draga í happdrætti meistaraflokks karla og má sjá lista yfir vinningsmiðana hér:Vinninga má vitja í afgreiðsluna í íþróttamiðstöðinni að Varmá.Takk kærlega fyrir stuðninginn. Áfram Afturelding!
Yfirþjálfarar Knattspyrnudeildar Aftureldingar
Hjörtur Harðarson hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka Aftureldingar. Hjörtur hefur komið við í yngri flokkum Breiðabliks, ÍR, Fjölni og nú hjá Aftureldingu. Hjörtur hefur þjálfað í 5-7. Flokk í þessum liðum og hefur gert í 10 ár. Hjörtur er með UEFA/KSÍ gráðu B og hefur mikinn áhuga á að halda áfram á þeirri braut sérstaklega fyrir yngri hópa. Við …
Nýr rekstrarstjóri BUR knattspyrnudeildar Aftureldingar
Árni Bragi – Nýr rekstrarstjóri barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Aftureldingar Í framhaldi af endurskipulagningu á barna- og unglingastarfi knattspyrnudeildar Aftureldingar hefur Árni Bragi Eyjólfsson verið ráðinn í fullt starf sem rekstrarstjóri barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar. Árni Bragi er þrítugur Akureyringur með BSc í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og hefur starfað sem íþróttafulltrúi Aftureldingar í afleysingum fyrir Hönnu Björk sem …